Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir vinkonu mína Mirlindu sem rekur rokkbúðir í Tógó!
Mirlinda er tónlistarstjarna sem hefur stýrt rokkbúðunum í Tógó, heimalandi sínu, undanfarin ár og kennt stúlkum þar tónlist og dans. Búðirnar sem Mirlinda hefur leitt með glæsibrag reiða sig nær alfarið á fjárstuðning Stelpur Rokka / Læti. Með því að heita á hlaupahópinn okkar má stuðla að því að þetta frábæra starf geti haldið áfram.
Fyrstu rokkbúðirnar voru haldnar árið 2016 og skipa þær æ mikilvægari sess í samfélaginu með hverju árinu. Búðirnar fara stækkandi með hverju sumri, nú koma yfir 50 stúlkur í hvert sinn. Við ætlum að renna enn sterkari stoðum undir starfið og gera rokkbúðunum í Tógó kleift að halda áfram að þróast í takt við aðstæður og þarfir stúlkna þar í landi.
Gerum ungum tógóskum stúlkum kleift að hafa rými til tónlistarsköpunar, rými sem er oftast ætlað drengjum, og sköpum jákvætt, styðjandi og hvetjandi andrúmsloft þar sem þær geta tjáð sig frjálslega!
Læti! / Stelpur rokka!
Læti! / Stelpur rokka! starfa af femínískri hugsjón við að efla jaðarsett kyn í gegnum tónlistarsköpun og jafnréttisstarf. Við stuðlum að jafnrétti og inngildingu í tónlist og fræðum bæði þátttakendur og aðra um jafnréttismál á því sviði. Við ætlum að styrkja okkar kæru vinkonu Mirlindu sem heldur utan um Girls Rock Togo.
Nýir styrkir