Hlauparar
Guðrún Ása Eysteinsdóttir
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í ár ætla ég að hlaupa til styrktar Ljósinu. Ástæðan fyrir því er að elsku besta mamma mín hefur í tvígang greinst með krabbamein. Fyrst árið 2019 og í lok árs 2023. Mamma hefur nýtt sér þjónustu frá Ljósinu eftir greiningu á seinna krabbameininu og fengið frábæra þjónustu, stuðning og fræðslu hjá þeim. Ég get ekki annað en dásamað Ljósið fyrir þá frábæru og mikilvægu þjónustu sem þau veita.
Ég ætla að hlaupa 10 km fyrir elsku sterku og bestu mömmu mína og Ljósið <3
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Nýir styrkir