Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
,,Ég hleyp af því ég get það" eru einkunnarorð krabbameinsfélagsins. Jú ég hleyp fyrir það í ár, ekkert mjög hratt en hleyp samt og markmiðið að hafa gleði og gaman :)
Það eru alltof, alltof margir sem verða fyrir barðinu á þessum illvíga sjúkdómi sem krabbameinið er, sumir sigra en alltof margir tapa. Í ár var aldrei spurning um annað en að hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið, of margir tengdir mér og mínum sem hafa þurft berjast og sumir tapað því miður en aðrir unnið sigur sem betur fer. Þar sem fjölskylda og vinir sem greinst hafa búa vítt og breytt um landid þá ákvað ég að hlaupa fyrir aðalfélagið í stað undirfélaga.
Af vef félagsins; ,,Hlutverk Krabbameinsfélagins er að efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameinum. Við leggjum áherslu á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein."
Ef þið sjáið ykkur fært að heita á mig þá væri ég mjög þakklát, margt smátt getur gert helling! Kærar þakkir <3 :)
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Nýir styrkir