Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Elsku Amma Sigga hefur verið að berjast við parkinsons sjúkdóminn til nokkra ára. Þessi ákveðna duglega prjóna-kona hefur snert hjörtu margra sem og mitt. Þó við tengjumst ekki með blóði þá hefur umhyggjan, vinskapurinn og pönnsunar ;) svo sannarlega alltaf verið til staðar. Tímar hafa verið átakanlegir bæði fyrir hana og aðstandendur en enginn og sérstaklega hún hafa gefist upp! Ég hleyp fyrir þig Amma Sigga❤️
Eftir mín reynslymiklu 7 ár þar sem ég hef starfað á hjúkrunarheimilum og annast fólk sem er einnig að kljást við þennan sjúkdóm hef ég komist að því að þetta er hugrakkasta, duglegasta og viljamestu einstaklingar sem hægt er að finna, og það er aldrei langt í grínið!
parkinson-samtökin eiga skilið viðurkenningu og hrós fyrir starfsemi þeirra og alla hjálp sem þau hafa veitt skjólstæðingum og aðstandendum þeirra❤️
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir