Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 K

Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir

Hleypur fyrir Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

Samtals Safnað

2.000 kr.
100%

Markmið

10 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég er 56 ára gömul þriggja stráka mamma og fimm barna amma. Og jú kærastan hans Ingimars. Hef gaman af lífinu og sér í lagi að ferðast. Í september mjaðmagrindarbrotnaði ég í slysi og var sagt að tæki mig lágmark 6 mánuði að komast af stað aftur. En í janúar var ég farin að vinna og í mars að hreyfa mig. Ég er núr ekki mikill hlaupari en öll hreyfing er mitt andlega meðal og veitir mér gleði og vellíðan. Ég hef fengið að vera án áfengis í rúm 7 ár´eftir að hafa þróað sjúkdóminn alkahólisma seint á ævinni en með hjálp SÁÁ. samtökum sem gefa einstaklingum og fjölskyldum nýtt líf hef ég fengið að vera allsgáð í þennan tíma. . Þvílík lukka fyrir okkar samfélag að eiga slík samtök.  Því sjúkdómurinn alkóhólismi er í öllum fjölskyldum á landinu eða nær því. 

 Þökk sé fyrir S.Á.Á

 Hvet fleiri að taka þátt og styrkja þessi fjársveltu samtök. Áfram við!!!

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ)

SÁÁ hjálpar einstaklingum og fjölskyldum þeirra í glímunni við fíknsjúkdóminn. Það gerir SÁÁ með fræðslu, afeitrun og meðferð í göngudeildum, á sjúkrahúsi og í meðferðarstöð. Markmið SÁÁ er að gera skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra kleift að eignast nýtt og betra líf laus úr viðjum fíknarinnar.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Þurí
Upphæð1.000 kr.
Áfram Hannesína og SÁÁ - Takk
Hannesína Skarphéðinsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade