Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Hæ, velkomin á síðuna mína öll.
Þeir sögðu þetta ómögulegt, þeir sögðu þetta ekki hægt. Þegar ég sagðist ætla hlaupa í fyrsta skiptið 10km í maraþoninu í fyrra þá hlógu þeir. Þessir þeir sem ég tala um eru my haters. The haters. Skemmtilegt fyrirbæri…
Þeir áttu síðan ekki gott sumar í fyrra. Ég safnaði og safnaði og þurfti að neita viðtölum, Vala Matt kom því miður ekki til mín en það má vona í ár. Ég safnaði samtals 273 þúsund íslenskum krónum í nafni Onna frænda fyrir Krabbameinsfélagið og var hæstur stakra hlaupara fyrir það félag.
Ég ætla aftur að hlaupa í ár og bæta tímann og vera undir klst. Tíminn í fyrra var 1 klst og 8 min en ég er enn að standa í máladeilum yfir honum. Apple watchið sýndi 55 min eða svona nálægt því…
Ég ætla að hlaupa og styrkja einstakt félag í leiðinni og óska eftir þínum stuðningi. Umhyggja, félag langveikra barna varð fyrir valinu í ár. Ég þekki blessunarlega séð ekki mikið til þeirra en þó þekki aðeins til aðila sem eru í þeirri erfiðu stöðu að vera með langveikt barn. Allir ættu að fá að vera með góða heilsu og hvað þá börn. Ég styrki þau börn og fjölskyldur í ár og markmiðið er 111 þúsund eða 11 þúsund krónum meira en í fyrra. Þið megið giska hvers vegna ég valdi þá tölu. Þeir sem vita, vita.
Þakka fyrir stuðninginn. Facebook síðan mín verður virk í gegnum ferlið þar sem ég elska athyglina eða þannig. Takk takk fallega fólk. Okei slay!
https://www.umhyggja.is
Umhyggja - félag langveikra barna
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 17 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast bol á skrifstofu félagsins í samráði við starfsfólk, umhyggja@umhyggja.is eða sími 5534242.
Nýir styrkir