Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Arnars Gunnarssonar, í minningu Adda bró sem lést í mars 2023.
Við misstum Adda alltof snemma frá okkur og ég sakna hans á hverjum degi.
Ég og bræður mínir, Stefán og Samúel stofnuðum Minningarsjóðinn með það megin markmið að halda minningu Adda á lofti. En önnur markmið sjóðsins eru að styrkja unga handknattleiks iðkendur fjárhagslega og stuðla að aukinni fræðslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum. Nokkuð sem er vel í anda Adda bró.
Minningarsjóður Arnars Gunnarssonar
Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Arnar Gunnarsson sem lést 3 mars 2023. Sjóðurinn var stofnaður rúmu ári síðar og má skipta markmiðum sjóðsins í þrennt. Að styrkja unga handknattleiksiðkendur fjárhagslega, að stuðla að aukinni fræðslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum og síðast en ekki síst að heiðra minningu Arnars. Heimasíða minningarsjóðsins: www.addimaze.is
Nýir styrkir