Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir Minningarsjóð Arnars Gunnarssonar.
Við fjölskyldan misstum mjög dýrmætan part af okkar lífi fyrir rúmu ári síðan þegar Arnar mágur minn lést og höfum síðan þá reynt að halda minningu hans á lofti. Systkini Arnars, Samúel, Stefán og Sólveig stofnuðu þennan sjóð svo að nafn hans gleymist aldrei en markmið sjóðsins er að styðja við ungt handknattleiksfólk fjárhagslega og stuðla að aukinni færslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum.
Markmiðið mitt er safna 100.000 kr í sjóðinn en ef ég fer umfram það þá er aldrei að vita nema ég skelli mér í fyrsta sinn í 21 km.
Höldum minningunni á lofti :-)
Minningarsjóður Arnars Gunnarssonar
Minningarsjóðurinn er stofnaður til minningar um Arnar Gunnarsson sem lést 3 mars 2023. Sjóðurinn var stofnaður rúmu ári síðar og má skipta markmiðum sjóðsins í þrennt. Að styrkja unga handknattleiksiðkendur fjárhagslega, að stuðla að aukinni fræðslu til foreldra og forráðamanna barna og ungmenna í íþróttum og síðast en ekki síst að heiðra minningu Arnars. Heimasíða minningarsjóðsins: www.addimaze.is
Nýir styrkir