Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 K

Svana Helgadóttir

Hleypur fyrir Styrktarsjóður geðsviðs

Samtals Safnað

53.000 kr.
100%

Markmið

25.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Um miðjan október fór ég á bráðageðdeild algerlega búin að því.  Algjörlega tilbúin í að gera hvað sem mér yrði sagt að gera til að láta mér batna.  Á móti mér tók yndislegt fólk sem með lyfjum stillti mig af.  Geðhjúkrunarfræðingurinn sem ég hitti í nokkur skipti sagði mér áhugasöm að hún sæi ekkert um það að ég væri bipolar í sjúkragögnum mínum.

Það var upphafið af greiningunni.

Ég fór í gegnum þunglyndis og kvíðateymi áður en ég komst að hjá Bi-polar teyminu

Nú næstum 10 mánuðum seinna með hjálp Binna míns, krakkanna og fjölskyldu minnar, fagfólks, vinnufélaga og lyfja er ég að nálgast sjálfa mig aftur.  Bi-polar prógrammið á Landspítalanum er rosalegt!  Það er svo vel tekið á móti manni, það er hlustað, manni er alltaf velkomið að hringja.  Ég tek súpu af lyfjum á hverjum degi en heimurinn er í lit og sveiflurnar fara minnkandi.  Göngudeildin á Kleppi hefur gefið mér nýja sýn og þó að enn sé spölur eftir þá er ég lögð í vegferðina til betri líðan.

Ég ætla mér að labba 10 kílómetrana með vinkonu minni og krakkarófunum mínum og mér finnst tilvalið að styrkja geðdeild Landspítalans í leiðinni.

Styrktarsjóður geðsviðs

Sjóður til styrktar geðsviðs Landspítala

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

afi og amma ! Helgu Bjargar, Birtu og Dags
Upphæð6.000 kr.
Áfram þið !
Foreldarnir
Upphæð5.000 kr.
Áfram þú, duglega þrautseiga Svana
Guðlaug Jónasdóttir
Upphæð5.000 kr.
Áfram Svana!
Inga frænka
Upphæð5.000 kr.
Glæsilegt hjá þér Svana 👏
Kristín Þ.
Upphæð5.000 kr.
Frábært hjá þér, elsku Svana!
Hildur Jana
Upphæð5.000 kr.
Áfram Svana
Sunna vermundsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Þjóðhildur
Upphæð5.000 kr.
Áfram Svana
Auður og Ingibjörg
Upphæð5.000 kr.
Flott hjá þér
Þorbjörg Þorfinnsdóttir
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Júlía Fjallmann
Upphæð1.000 kr.
Áfram Svana! <3

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade