Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Um miðjan október fór ég á bráðageðdeild algerlega búin að því. Algjörlega tilbúin í að gera hvað sem mér yrði sagt að gera til að láta mér batna. Á móti mér tók yndislegt fólk sem með lyfjum stillti mig af. Geðhjúkrunarfræðingurinn sem ég hitti í nokkur skipti sagði mér áhugasöm að hún sæi ekkert um það að ég væri bipolar í sjúkragögnum mínum.
Það var upphafið af greiningunni.
Ég fór í gegnum þunglyndis og kvíðateymi áður en ég komst að hjá Bi-polar teyminu
Nú næstum 10 mánuðum seinna með hjálp Binna míns, krakkanna og fjölskyldu minnar, fagfólks, vinnufélaga og lyfja er ég að nálgast sjálfa mig aftur. Bi-polar prógrammið á Landspítalanum er rosalegt! Það er svo vel tekið á móti manni, það er hlustað, manni er alltaf velkomið að hringja. Ég tek súpu af lyfjum á hverjum degi en heimurinn er í lit og sveiflurnar fara minnkandi. Göngudeildin á Kleppi hefur gefið mér nýja sýn og þó að enn sé spölur eftir þá er ég lögð í vegferðina til betri líðan.
Ég ætla mér að labba 10 kílómetrana með vinkonu minni og krakkarófunum mínum og mér finnst tilvalið að styrkja geðdeild Landspítalans í leiðinni.
Styrktarsjóður geðsviðs
Sjóður til styrktar geðsviðs Landspítala
Nýir styrkir