Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
🏃♀️Ég hleyp fyrir litlu hetjuna - Hrefnu Kareni 🩷
Elsku bróður minn og fjölskyldan hans hafa fengið mikinn stuðning frá Umhyggju síðan að hetjan þeirra hún Hrefna Karen kom í heiminn í ágúst 2022. Þannig að þegar ég ákvað að ýta sjálfri mér út fyrir þægindaramman þá kom ekkert annað til greina en að hlaupa fyrir þau.
Umhyggja - félag langveikra barna
Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eru 17 félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Félagið veitir fjölskyldum langveikra barna margs konar stuðning, svo sem sálfræðiþjónustu, lögfræðiráðgjöf, orlofshúsadvöl, námskeið og fjárstyrki. Hlaupararnir okkar fá hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast bol á skrifstofu félagsins í samráði við starfsfólk, umhyggja@umhyggja.is eða sími 5534242.
Nýir styrkir