Hlauparar
Vera Hjördís Matsdóttir
Hleypur fyrir Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar HERA
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Við systur ætlum að hlaupa samtals heilt maraþon, eða hálft á mann. Við hlaupum til minningar um elsku pabba okkar, Mats Arne Jonsson sem lést þann 15. ágúst í fyrra eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við ætlum að safna áheitum sem renna til Heru sem er sérhæfð líknar- og heimaþjónusta Landspítalans. Heru teymið reyndist pabba og fjölskyldunni okkar allri, ómetanlegur stuðningur í gegnum veikindin öll.
Þegar við systkinin tókum þátt í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2013 hljóp pabbi meðfram hlaupinu á milli okkar, klæddur í gallabur og flíspeysu, til að gefa vatnssopa, hvatningarorð og klapp. Þetta var alveg dæmigert fyrir pabba en hann var alltaf okkar helsti stuðningsmaður í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Alltaf var hann mættur í fremstu röð til að hvetja, hvort sem það var á fótboltavellinum eða í kirkju á tónleikum.
Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar HERA
Sjóður til styrktar Líknardeildar og heimahlynningu Hera
Nýir styrkir