Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa fyrir Laugarásinn meðferðargeðdeild.
Á Laugarásnum fer fram alveg einstök þjónusta við ungt fólk með byrjandi geðrofssjúkdóma. þar er hugað að öllu sem viðkemur að ná tökum á sjúkdómnum, bata og að ná góðum lífsgæðum. Markmið mitt er að safna áheitum fyrir starfsemina - ekki laun og mat! heldur einhverju skemmtilegu og gagnlegu fyrir þjónustuþega Laugarássins 🤗
Laugarásinn meðferðargeðdeild
Laugarásinn er sérhæfð deild á geðsviði Landspítalans. Starfsemin er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-35 ára með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Stór þáttur meðferðar er að bjóða uppá fjölbreyttar tómstundir, fræðslu og heilsueflandi virkni. Áheitin verða nýtt til að efla þessa þætti starfseminnar til að mynda með kaupum á reiðhjólum, borðspilum og fleiru sem gagnast þjónustuþegum með beinum hætti.
Nýir styrkir