Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég heiti Leó Örn Þórarinsson, vel þekktur fyrir að fara út að hlaupa. Tók upp útvegahlaup þegar ég var 15 ára, hef tekið eitt 10km (43:08) og 5km (19:26). Þetta verður fyrsta maraþonið mitt og er að stefna að taka <3:29. Hvers vegna einhverfusamtökin sem góðgerðarmálið mitt? Það er vegna þess ég er sjálfur einhverfur og elska hvað einhverfusamtökin gera fyrir að hjálpa einhverfum einstaklingum.
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1030. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
Nýir styrkir