Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp fyrir Styrktarfélag Haven Rescue Home. Í fyrra hljóp ég í fyrsta sinn à ævinni 10km eftir að hafa lengi talað um það.
Ég hef verið svo heppin að fá að fylgja HRH frá því að hugmyndin varð til og langar að leggja mitt af mörkum til að byggja upp og efla starfið enn frekar
Haven Rescue Home - Styrktarfélag
Haven Rescue Home (HRH) er heimili fyrir stúlkur, 18 ára og yngri, sem eru barnshafandi og mæður ungra barna. Markmið HRH er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar.
Nýir styrkir