Hlauparar
Heiða Björk Guðjónsdóttir
Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir. og er liðsmaður í Team Jórunn
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp 10km fyrir Píeta því ég hef því miður misst of marga sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Þau skilja eftir sig stórt skarð í hjarta mínu. Tveir af þessum einstaklingum sem ég hef misst voru mér afar kær en það voru Ívar bróðir minn sem lést 14. september 2003 og Jórunn æskuvinkona mín sem lést 3. júlí 2004. Það voru erfiðir tímar fyrir mig á þessum árum og ég hefði viljað að samtök eins og Píeta hefði verið til á þeim tíma.
Ég hleyp með hópnum Team Jórunn en sá hópur hleypur til styrktar Átröskunarteymis Landspítalann en átröskun var einmitt sá sjúkdómur er Jórunn glímdi við.
Að missa einhvern sem fallið hefur fyrir eigin hendi er mikill og sár missir sem skilur eftir sig djúp sár sem aldrei gróa. Með þátttöku minni í þessu hlaupi vil ég heiðra minningu þeirra ættingja og vina sem fallið hafa í sjálfsvígi 💛. Ásamt því að leggja mitt af mörkum til að styðja við nauðsynlega þjónustu Píeta samtakanna.
Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir.
Píetasamtökin - forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfskaða
Nýir styrkir