Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Líknardeild Landspítalans á stað í hjörtum okkar sem fengum að hlúa og eiga síðustu stundirnar með elsku pabba sem sá sitt síðasta sólarlag í febrúar síðastliðinn.
Það vill enginn koma á þennan stað, en allir sem koma fyllast þakklæti að hann sé til staðar fyrir einstaklinga sem þiggja þjónustu og ekki síður aðstandendur sem eru velkomnir allan sólarhringinn.
Starfsfólkið þarna er fjársjóður og hjarta mitt fullt af þakklæti til allra sem ég fékk að kynnast þá daga sem pabbi lá inni síðustu ævidaga sína.
Ég mun hlaupa 21.1km (hálfmaraþon) til styrktar Líknadeildinni. Öll framlög stór og smá vel þegin <3
Í ár verð ég hraðastjóri fyrir 2 klst - skreyttur blöðrum og vonandi fullt af liði með sama tímamarkmið :)
Minningarsjóður Líknardeildar og Heimahlynningar HERA
Sjóður til styrktar Líknardeildar og heimahlynningu Hera
Nýir styrkir