Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Björt sýn er styrktarfélag stofnað sumarið 2018 fyrir munaðarlaus börn í Kenya. Björt sýn byggði og rekur Takk heimilið, heimili fyrir munaðarlaus börn í Otugis,Homa Bay sýslu, skammt frá Viktoríuvatni. Einnig rekur félagið barnaskóla á sama stað.
Um þessar mundir búa 43 munaðarlaus börn á Takk heimilinu. Þau eru flest úr nærsveitum, en nokkur lengra að komin þ.á.m. nokkur frá Úganda Þetta er litskrúðugur og líflegur hópur Krakkarnir eru á aldrinum nokkura mánaða til 18 ára en auk þeirra sækja skólann nokkur börn úr nærsveitum. Mörg barnanna hafa lifað við ofbeldi, veikindi og almenna vanrækslu og eru ílla trámuð. Fjórtán þeirra eru með HIV á mismunandi stigum. Þau koma úr ýmsum áttum, aðallega gegnum barnaverndar og lögreglu yfirvöld. Nokkur hafa fundist yfirgefin á víðavangi.
Björt sýn - styrktarfélag
Björt sýn er styrktarfélag fyrir TAKK munaðarleysingjaheimilið í Homa bay sýslu í Kenía.
Nýir styrkir