Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hef ákveðið að hlaupa maraþon og safna áheitum til styrktar nýstofnaðs félags Lipoedema Ísland.
Ég greindist með lipoedema eða fitubjúg í fyrra eftir að hafa síðan ég var unglingur alltaf vitað að eitthvað væri að en aldrei fengið nein svör frá heilbrigðiskerfinu önnur en að ég ætti ekki að vera svona. Það að fá greininguna var ákveðið sjokk en líka ákveðinn léttir.
Sjúkdómurinn lýsir sér sem óeðlilegri fitusöfnun á yfirleitt neðri hluta líkamans en getur dreifst á aðra staði líkamans eins og t.d. upphandleggi. Sjúkdómnum fylgir oft mikill sársauki þar sem á þeim stöðum þar sem fitusöfnunin á sér stað, miklir og óútskýrðir marblettir, viðkvæmni og þreytu- og þrýstingsverkir. Ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur sjúkdómnum og ekki er til nein eiginleg lækning en hreyfing og mataræði virka ekki til að losna við sjúkdóminn.
Ég hef alltaf haft mikið fyrir því að hlaupa vegna verkja og þyngsla í fótum en látið mig hafa það vegna þess að mér finnst hlaup vera svo stórkostleg hreyfing og iðkun. Ég legg mitt af mörkum í baráttunni við sjúkdóminn með því að hlaupa þetta maraþon, bæði með því að safna áheitum fyrir félagið en einnig til þess að sigra sjálfa mig og sigra sjúkdóminn.
Það er mín von að aukin vitundarvakning eigi sér stað varðandi sjúkdóminn, bæði hjá almenningi og í heilbrigðiskerfinu og að sjúkdómurinn verði rannsakaður betur til þess að mögulega verði hægt að bæta lífsgæði þeirra kvenna sem eru að díla við þennan hundleiðinlega og í mörgum tilfellum sársaukafulla sjúkdóm.
Lipoedema Ísland
Markmið félagsins er að stuðla að betri líðan einstaklinga með Lipoedema og vinna að fullnægjandi framboði á nauðsynlegri þjónustu
Nýir styrkir