Hlaupastyrkur

Hlauparar

Half Marathon

Sólrún Helga Ingibergsdóttir

Hleypur fyrir Lipoedema Ísland

Samtals Safnað

43.000 kr.
100%

Markmið

30.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa hálft maraþon og víl gjarnan safna styrkjum fyrir nýstofnað félag Lipoedema Ísland.  Þegar ég heyrði fyrst um Lipoedema fannst mér loksins komin skýring á minni glímu við verki og bólgur í fótum alveg frá unglingsaldri.   Þrátt fyrir miklar æfingar og stíft mataræði þá næ ég aldrei sama hraða í hlaupum,  minna ummáli á fótum , eða verð laus við verki og bólgur.  

Talið er að um 11% kvenna glími við Lipoedema (fitubjúg). Yfirleitt byrjar sjúkdómurinn að gera vart við sig um kynþroska en getur einnig komið fram við meðgöngu og breytingarskeið. Óvíst er hve ástæða sjúkdómsins er en það virðist vera sterkur erfðaþáttur.
Helstu einkenni Lipoedema eru óeðlileg fitusöfnun á neðri hluta líkamans og stundum einnig á upphandleggjum. Þessi fita er óbrennanleg, þú hleypur hana ekki af þér né vinnur á henni með hollu mataræði. Þessir fituvefir valda verkjum, bólgum og bjúgsöfnun á sýktum svæðum auk eymsla í húð og auknum líkum á marblettum. Einkennin geta því skert heilsu og hreyfigetu kvenna mikið. 


Lipoedema er lítt þekkt meðal fólks og fagaðila hér á landi og mun nýstofnað félag standa  fyrir vitundarvakningu ásamt því að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu. Engin lækning er til við Lipoedema en notkun þrýstingsfatnaðar og  sogæðanudd getur dregið mjög úr bólgum. Lipoedema fita  fjarlægist einungis með sérstöku lipo fitusogi sem ekki er framkvæmt hér á Íslandi og þurfa konur að sækja slíkar aðgerðir erlendis og greiða fyrir úr eigin vasa. Það er ljóst að slíkar aðgerðir geta bætt mjög lífsgæði þeirra sem glíma við sjúkdóminn og því afar mikilvægt að auka möguleika sem flestra til að fá viðeigandi ráðgjöf og meðhöndlun án tillits til efnahags. 

Lipoedema Ísland

Markmið félagsins er að stuðla að betri líðan einstaklinga með Lipoedema og vinna að fullnægjandi framboði á nauðsynlegri þjónustu

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Alexandra Arnardóttir
Upphæð3.000 kr.
Vel gert Sólrún!
Lauga
Upphæð3.000 kr.
Snillingur min kæra! Gangi þér vel!!🙌❤️🎉
Hanna
Upphæð2.000 kr.
Gangi þér vel💪
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Þuríður Rósenbergsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Þakka þér fyrir og gangi þér vel🙏
Rannveig Jónasdóttir
Upphæð5.000 kr.
Flott framtak hjá þér ❤️
Þórunn
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Lilja Þorkelsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Guðrún Árnadóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
H
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Auður Jóhannesdóttir
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Brynja
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Anna Kristín Árnadóttir
Upphæð1.000 kr.
Flott hjá þér Sólrún
Helga Bragadóttir
Upphæð2.000 kr.
Áfram Sólrún!! 🥳😍🏃🏻‍♀️‍➡️
Guðríður Erlingsdóttir
Upphæð1.000 kr.
Engin skilaboð
Bragi J.
Upphæð5.000 kr.
Gangi þér vel 🙂

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade