Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Jónína Valdís móðir mín barðist hetjulega við MND sjúkdóminn í 10 ár. Á þessum erfiðu tímum var gott að hafa öflugt félag sér við hlið með fræðslu, ráðleggingar og góðum félagsskap. Hún sinnti varaformannsstöðu meðan hún hafði getu til og var ávallt virkur meðlimur í félaginu.
MND er taugahrörnunnar sjúkdómur sem leggst á hreyfitaugar líkamans og veldur smám saman algerri lömun. Það getur því skipt sköpum að hafa öflugt félag sér til stuðnings.
Jónína lést 28 December síðastliðinn og hleyp ég fyrir MND á Íslandi til að heiðra minningu hennar og styðja við félagið sem gerði svo mikið fyrir okkur.
MND á Íslandi
Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.
Nýir styrkir