Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að sjálfssögðu að taka þátt og safna áheitum fyrir Minningarsjóð Hróars.
Sjóðurinn hefur komið að fjölmörgum verkefnum frá því að hann var stofnaður 2020. Þökk sé Minningarsjóð Hróars þá hefur hann hjálpað fjölmörgum yngri iðkendum félagsinm, sjálfboðaliðum, þjálfurum, stjórnarliðum og öðrum sem starfa fyrir félagið.
Ég stefni á 25x 2000 kr. frá vinum og vandamönnum. Treysti á ykkur kæra samferðafólk !
#fyrirVoga og áfram Þróttur.
Minningarsjóður Hróars
Ungmennafélagið Þróttur og Nesbúegg stofnuðu minningarsjóð Hróars. Baldvin Hróar sem lést 9. júlí 2020 var virkur félagi í starfi Ungmennafélagsins Þróttar og var formaður félagsins 2017 til 2019. Markmið sjóðsins er að styrkja iðkendur til þátttöku í starfi barna- og unglingastarfs Þróttar, styrkja iðkendur um mótagjöld, ferðakostnað vegna keppnisferða og veita styrki til kaupa á æfingabúnaði, til að mynda á skóm og æfingafatnaði í tengslum við stærri mót. Auk þess styrkir sjóðurinn fræðslu og útbreiðslumál innan félagsins.
Nýir styrkir