Hlauparar
Kristinn Þorvaldsson
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Kraftur hefur verið veitt mér og mínum ómetanlega aðstoð síðustu ár. Rannveig systir náði 40 árum með okkur, en þar sem ég stend núna á 42. ári ætla ég að reyna við 42km í fyrsta sinn og safna til styrktar starfsemi Krafts. Ég er búinn að æfa samviskusamlega og ætla að njóta þess að hlaupa um Nesið og borgina, þar sem minningar um Rannveigu eru á hverju horni, vitandi að hún verður með mér í anda. #lífiðernúna
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir