Hlauparar
Patrick Arnar Heimisson
Hleypur fyrir Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Patrick Arnar hleypur til styrktar Ljónshjarta því samtökin eru honum kær.
Það að missa föður sinn fyrir rúmlega ári síðan var honum og systur hans þungbært. Þá var hann aðeins 10 ára og hún 8 ára. Stuðningur Ljónshjarta hefur hjálpað þeim með að vinna úr sorginni og mynda vinasambönd við önnur börn í sömu sporum. Auk þess hefur mamma þeirra getað ráðfært sig við aðrar mömmur innan samtakanna.
Patrick Arnar vonar innilega að hann nái markmiði sínu og geti með því stutt við samtökin eins og þau hafa stutt við hann síðastliðið ár.
Ljónshjarta - samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem misst hafa foreldri.
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings ungu fólki sem hefur misst maka og barna sem misst hafa foreldri voru stofnuð 2013. Allt sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer í verkefnið Grípum Ljónshjartabörn - til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu fyrir börn sem misst hafa foreldri.
Nýir styrkir