Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við söfnum fyrir elsku vinkonu okkar, Katrínu Björku, sem hefur þurft að eiga við endurteknar heilablæðingar síðustu 10 árin. Hana dreymir um að ferðast um á hjóli í náttúrunni og anda að sér fersku lofti og því söfnum við fyrir hjóli fyrir hana og aðstoðarmann sem hún getur verið farþegi í.
Við þekkjum enga manneskju með jafn mikla seiglu og Katrín Björk og hún heldur áfram að veita okkur innblástur alla daga með ótrúlegu hugarfari sínu.
Okkur þætti ótrúlega vænt um allan stuðning því Katrín á skilið að finna fyrir vindinum leika um hárið að nýju.
Styrktarsjóður Katrínar Bjarkar
Katrín Björk Guðjónsdóttir var 21 árs þegar hún fékk sína fyrstu heilablæðingu. Orsökin var séríslenskur erfðasjúkdómur sem veldur arfgengri heilablæðingu. Endurtekin áföll síðustu ár hafa rænt hana málinu og hreyfigetunni en ótrúlegur baráttuandi Katrínar hefur haldið á lofti á von hennar um að ná bata.
Nýir styrkir