Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég vil vekja athygli á þessu skemmtilega og gefandi verkefni sem er rekstur á heimili og skóla fyrir börn í Nepal. Við erum nokkrir Íslendingar sem borgum mánaðarlega beint út til að halda starfinu í húsinu gangandi og koma þessum börnum til manns.
Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn, er um að gera að hafa samband við mig en fyrir Hálfmaraþonið mitt er ég að eltast við að kosta hjólakaup fyrir heimilið. Hjól þarna táknar frelsi fyrir íbúana. Ef við förum langt yfir markmiðið er ekkert verra að setja í varasjóð því þarna kemur ýmislegt uppá eins og annars staðar.
Takk fyrir stuðninginn!
Félagasamtökin Iceland-Nepal
Iceland-Nepal hefur frá árinu 2013 fjármagnað rekstur barnaheimilis í Kathmandu Nepal. Stuðningsfjölskyldur og einstaklingar leggja til fé mánaðarlega og hafa virka yfirsýn um reksturinn í fb hóp. Á Íslandi eru engin rekstrargjöld greidd. Nú er safnað fyrir hjólum því reiðhjól eru frelsi og ferðamáti.
Nýir styrkir