Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa hálfmaraþon fyrir elsku mömmu og Parkinsonsamtökin. Mamma hefur tekist á við sjúkdóminn af miklu æðruleysi og hlýtur góðan stuðning og mikilvæga endurhæfingu sem Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing veita. Ég yrði þakklát fyrir ykkar stuðning, margt smátt gerir eitt stórt <3
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir