Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Þann 24. ágúst ætla ég að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og ég hef ákveðið að hlaupa fyrir málstað sem er mér einstaklega kær. Ég ætla að hlaupa fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar.
Afi minn, Gylfi Sigurðsson, hefur verið mín helsta fyrirmynd í lífinu sem og minn stærsti stuðningsmaður. Afi hefur verið í Björgunarsveitinni frá 1967 og er enn. Hann hefur sýnt mér hversu ómetanleg störf sveitirnar vinna. Hans óeigingjarna framlag í gegnum áratugina hefur kennt mér mikilvægi þess að standa saman og hjálpa þeim sem eru í neyð. Auk þess er bróðir minn, Kári, í unglingasveitinni, og fylgist ég stoltur með hans þátttöku. Björgunarsveitin er í öruggum höndum með Kára innanborðs, enda finnur þú varla vandaðari og duglegri einstakling.
Ásamt því að hlaupa maraþonið til heiðurs afa mínum og bróður ætla ég að hlaupa til minningar um Sigurð Darra, hann var meðlimur sveitarinnar en hann kvaddi okkur því miður alltof snemma.
Hver einasta króna sem rennur til björgunarsveitarinnar skiptir máli og mun nýtast til að tryggja öryggi okkar allra. Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks, hvort sem um er að ræða leit að týndum einstaklingum, björgun úr slysum, eða aðstoð við náttúruhamfarir. Þeirra starf er ómetanlegt fyrir samfélagið okkar.
Ég er þakklátur fyrir allan stuðning og hvatningu, og ég vona að þú sjáir þér fært að leggja þessu góða málefni lið.
Með fyrirfram þökk,
Gylfi Steinn Guðmundsson
Björgunarsveit Hafnarfjarðar
Björgunarsveit Hafnarfjarðar starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ein af stofneiningum félagsins. Kallmerki sveitarinnar er SPORI. Sveitin starfar á flestum vettvöngum björgunarstarfs og býr sig þannig undir það að geta brugðist við hvers konar vá, hvort sem er á landi eða sjó. Starfsemina má deila niður í þrjá megin flokka: land-, sjó- og tækjaflokk. Hver starfar á sínu sviði og heldur utan um eigin dagskrá. Félagar sveitarinnar leggja mikið á sig til þess að halda sér, jafnt sem tækjum og búnaði í sem allra besta ástandi svo hægt sé að bregðast skjótt við þegar þörf skapast.
Nýir styrkir