Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Fyrir nokkrum árum síðan greindist faðir minn með Parkinson sjúkdóminn. Hann tekur þessum sjúkdómi með miklu æðruleysi og með húmórinn að leiðarljósi eins og honum einum er lagið, því að dagarnir geta verið ansi slæmir og misjafnir sem hafa áhrif á andlega heilsu.
Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur áhrif á þær taugafrumur í heilanum sem stjórna hreyfingu. Einkenni sjúkdómsins byrja hægt en ágerast smám saman eftir því sem tíminn líður. Enn sem komið er ekki til nein lækning við Parkinson en það eru margt hægt að gera til auka lífsgæði. Hreyfing, endurhæfing, félagsleg tengsl og jákvætt hugarfar hjálpar fólki að vera áfram við stjórnvölin í eigin lífi.
Styrkurinn fer til félagsmanna í Parkinsonsamtökunum fá aðgang að faglegri endurhæfingu, ráðgjöf, fræðslu og stuðningi.
Parkinsonsamtökin
Parkinsonsamtökin og Taktur endurhæfing Parkinsonsamtakanna eru í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hjá Takti er lögð áhersla á heildræna og samfellda endurhæfingu með sérhæfðri sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, ráðgjöf, fræðslu og námskeiðum fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma ásamt stuðningi við aðstandendur. Endurhæfingin miðar að því að auka líkamlega, andlega og félagslega heilsu og auka lífsgæði fólks með parkinson. Allar nánari upplýsingar má finna á www.parkinson.is.
Nýir styrkir