Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa heilt maraþon til styrktar góðgerðafélaginuTeamTinna sem styrkir aðstandendur og einstaklingar með krabbamein. Tinna Grímarsdóttir ljósberi og skagakona lést úr krabbameini árið 2023 en hún fékk alla þá sem í kringum hana voru til þess að finna ljós sitt og beina því á mikilvægustu gildin í lífinu. Hún kveikti ljós sem eflist með hverju ári. Þó svo Tinna kvaddi á síðasta ári sækir maður ennþá í ljós hennar, kraft og viðhorf á erfiðum stundum. TeamTinna er góðgerðarfélags sem vinkonur hennar og vinir stofnuðu til þess að beina ljósi hennar og krafti í hin besta farveg um ókomna tíð. Ég hleyp stolt fyrir teamtinnu.
TeamTinna
TeamTinna er góðgerðarfélag stofnað til heiðurs og minningar Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Við ætlum að dreifa gleði, jákvæðni og kærleika rétt eins og Tinna okkar var snillingur í.
Nýir styrkir