Hlaupastyrkur

Hlauparar

Half Marathon

Hákon Logi Stefánsson

Hleypur fyrir Minningarsjóður Orra Ómarssonar og er liðsmaður í í minningu Orra

Samtals Safnað

5.000 kr.
5%

Markmið

100.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Minningarsjóður Orra Ómarssonar

Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Orra Ómarsson (f.3.júní 1993 d.30.janúar 2010). Orri lést í sjálfsvígi aðeins 16 ára að aldri. Þegar hann lést var hann við nám í Menntaskólanum í Reykjavík og spilaði knattspyrnu með FH. Markmið sjóðsins er að vinna að sjálfsvígsforvörnum á öllum stigum, opna umræðuna um sjálfsvígsforvarnir, sjálfsvíg og sorg eftir sjálfsvíg. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að styrkja með fjárframlögum verkefni sem styðja við markmiðin. Meðal verkefna sem Minningarsjóður Orra Ómarssonar hefur styrkt er gerð vefsíðunnar sjalfsvig.is. Sjóðurinn lét þýða og gaf út Þrá eftir frelsi, leiðarvísi fyrir aðstandendur eftir sjálfsvíg (bók og Storytel) og styrkti útgáfu bókarinnar Ástvinamissir (Storytel). Ásamt þessu hefur sjóðurinn styrkt verkefni eins forvarnarmyndina Þögul tár (2021) og gerð bókarinnar Tómið (útgáfa sumar 2021). Sjóðurinn í samvinnu við önnur félög og stofnanir þ.e Rauða krossinn, Pieta samtökin, Geðhjálp, Sorgarmiðstöð, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Þjóðkirkjuna og Embætti landlæknis stendur að vitundarvakningunni "Gulur september." Átakið miðar að því að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Á Íslandi falla um 40 manns á ári fyrir eigin hendi, á heimsvísu deyja árlega um 800.000 manns í sjálfsvígi. Hvert mannslíf er svo verðmætt og fyrir hvern einn sem við missum á þennan hátt þá sitja eftir tugir einstaklingar sem aldrei verða samir eftir missinn!

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Anna Malen
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade