Hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég hef ákveðið að hlaupa 10km í ár í Reykjavíkurmaraþoninu og safna áheitum fyrir Lipoedema samtökin í ár.
Samtökin eru fremur ný hér á landi og skiptir því hver króna máli.
Um 11% kvenna eru með Lipoedema (fitubjúg), yfirleitt byrjar sjúkdómurinn að gera vart við sig um kynþroska en getur einnig komið fram við meðgöngu og breytingarskeið. Um er að ræða genagalla og hormónabrengl.
Sjúkdómurinn safnast í útlimum og aðeins hægt að fjarlæga með sérstakri aðgerð af sérfræðingum í því fagi. Þegar sjúkdómurinn hefur verið ógreindur og ólæknaður til lengri tíma geta þróast hreyfiskerðingar sem geta leitt til fleiri sjúkdóma.
Lipoedema er lítt þekkt meðal fólks og fagaðila hér á landi og stöndum við fyrir vitundarvakningu ásamt því að fá sjúkdóminn viðurkenndan í heilbrigðiskerfinu.
Ég greinist sjálf fyrir um ári síðan með þennan sjúkdóm og eru samtökin mér því fremur kær. Í ár hef ég ákveðið að hlaupa fyrir alla þá sem geta það ekki sökum verkjanna sem stafa af sjúkdómnum og reyna að vekja athygli á þessi nauðsynlegu samtök.
Lipoedema Ísland
Markmið félagsins er að stuðla að betri líðan einstaklinga með Lipoedema og vinna að fullnægjandi framboði á nauðsynlegri þjónustu
Nýir styrkir