Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Mikael Helgi hleypur fyrir Örninn. Móðir hans, Tinna, lést þann 15. september síðastliðinn og hann hefur mætt mánaðarlega á samverur hjá Erninum í vetur ásamt því að fara með þeim í ferðalag eina helgi. Í Erninum hittast börn sem hafa misst náinn ástvin, vinna í sorginni, fara í leiki og kynnast öðrum börnum í sömu aðstæðum. Á meðan geta foreldrar þeirra/aðrir aðstandendur fengið fræðslu um ýmislegt sem tengist sorginni og ferlinu.
Takk öll fyrir áheitin!
Örninn - Minningar og styrktarsjóður
Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin. Félagið býður upp á helgardvöl og mánaðarlegar samverur fyrir börn í sorg. Þar vinnum við sorgarúrvinnslu, fáum fræðslu um ýmislegt tengt áföllum og missi ásamt því að hafa gaman saman og njóta lífsins. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.
Nýir styrkir