Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Sunna og vinkona hennar Heiðdís Erna ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa í skemmtiskokkinu og styrkja um leið Mia Magic.
Mia Magic hjálpar langveikum/fötluðum börnum og foreldrum þeirra þegar börnin þurfa að fara í aðgerðir eða veikjast.
Mia Magic hefur framleitt fræðsluefni í formi skemmtilegra bóka. Bækurnar koma upplýsingum til barnanna á formi sem þau skilja og gera þ.a.l. foreldrum lífið auðveldara þegar kemur að því að útskýra erfiða hluti tengda veikindum.
“Það er hægt að vera hugrakkur þó maður sé hræddur”🫶"
Mia Magic
Mia Magic er góðgerðarfélag sem stofnað var 1. febrúar 2021. Mia Magic einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur, bókin Mía fær lyfjabrunn og Mía fer í tívolí, eftir þær Þórunni Evu og Bergrúnu Írisi hafa slegið í gegn og er á döfinni að gefa út fleiri bækur.
Nýir styrkir