Hlauparar
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fcorsa-prod.imgix.net%2Fimages%2Fmedia%2F3%2F47d493a2-d10b-4da1-98f7-0ae85bf138e9.jpeg%3Frect%3D0.3140583752147143%2C0.3170432979870705%2C1558%2C1039&w=3840&q=75)
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fcorsa-prod.imgix.net%2Fimages%2Fmedia%2F3%2Fcae57024-9f09-4353-9525-3b14688a6280.jpeg&w=750&q=75)
Einhverfa er allskonar! Ég hleyp fyrir Einhverfusamtökin en þau standa meðal annars fyrir fræðslu í skólum og leikskólum sem er mikilvægur grunnur fyrir inngildingu og skilning í samfélaginu. Einhverfir eru eins ólíkir og óeinhverfir og það eina sem fatlar einhverfa er samfélagið okkar eins og það er í dag.
Búum til samfélag þar sem öll geta þrifist og blómstrað❤️💛💚💙💜
Einhverfusamtökin
Einhverfusamtökin fta., voru stofnuð 1977. Í samtökunum er fólk á einhverfurófi, foreldrar, fagfólk og aðrir sem áhuga hafa á að beita sér fyrir bættri þjónustu við einhverfa. Félagsmenn eru nú 1030. Starfandi eru frístundahópar fyrir unglinga og stuðningshópar fyrir fullorðna bæði Höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig starfandi borðspilahópur og handavinnuhópur fyrir fullorðið einhverft fólk. Einnig er starfandi stuðningshópur fyrir foreldra. Samtökin hafa lagt ríka áherslu á hagsmunagæslu, fræðslu- og kynningarstarfsemi. Helstu baráttumálin eru styttri biðlistar eftir greiningu, aukin atvinnutækifæri og fleiri búsetuúrræði. Einhverfusamtökin eru með skrifstofu í Reykjavík.
Nýir styrkir