Hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla hlaupa 10km í fyrsta sinn og ætla styrkja málefni sem skiptir mig miklu máli.
Fyrir Jenný Lilju <3
''Í ár ætlar Minningarsjóður Jennýjar Lilju að safna áheitum fyrir Björgunarfélagið Eyvind. Markmiðið er að kaupa nýtt hjartastuðtæki og hjólastell undir börur sem nýtast við burð utanvega.
Eyvindur hefur síðan um mitt ár 2011 verið með starfandi vettvangshjálparhóp sem sinnir slysum/veikindum í uppsveitum Árnessýslu. Þeir voru fyrstir á slysstað þegar Jenný Lilja lést. Fagmennskan skein í gegn og þau studdu okkur fjölskylduna af alúð''.
Minningarsjóður Jennýjar Lilju
Þann 24 október 2015 lést Jenný Lilja af slysförum aðeins 3 ára gömul. Fjölskylda Jennýjar Lilju stofnuðu minningarsjóð í minningu hennar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, vinahópa/vinnufélaga til að sækja sér fræðslu og einnig viðbragðsaðila til tækjakaupa. Í ár, 2024, ætlum við að safna áheitum og styrkja Björgunarfélagið Eyvind á Flúðum. Við ætlum að safna fyrir nýju hjartastuðtæki og hjólabörum sem nýtast við burð utanvega.
Nýir styrkir