Hlauparar
Lilja Guðrún og Katla
Hleypur fyrir Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Hæ ég heiti Lilja og ég er að safna fyrir BUGL. Ástæðan afhverju ég er að safna fyrir bugl er afþví að bugl er svo sannarlega búið að hjálpa mer síðustu tæp 2 ár. Sagan mín byrjaði á því að mamma mín sá á mér að ég var að léttast og byrjuð að takmarka það sem ég var að borða og minnka matarskammtana hjá mér. Svo mamma fór með mig til læknis sem sendi mig svo í blóðprufu og þar sást að ég var með næringarskort sem er mjög algengt fyrir fólk sem er með átröskun sem ég var greinilega með. Bugl tók mig svo inn fljótt eftir pressu frá heimilislækninum mínum og mömmu. Ég átti mjög erfitt með að tala við sálfræðinginn minn fyrst vegna þess að ég hef alltaf verið feimin en hún hjálpaði mér að tala og nú get ég blaðrað við hana endalaust. Næstu mánuðir voru mjög erfiðir á meðan ég var að takast á við óttann minn við að þyngjast og þá fékk ég mikinn kvíða og þunglyndi. Á meðan ég var að berjast við allt þetta hjálpuðu fjölskyldan mín, vinir og bugl. Með hjálp næringarfræðings á bugl komst ég upp í rétta þyngd. En þó að talan á viktinni var í réttu standi var hausinn minn samt ekki í lagi. Í dag er mér farið að líða miklu betur þökk sé bugl, vinum og fjölskyldu. Ég og BUGL væru mjög þakklát ef þið mynduð styrkja mig <3
Aldrei gefast upp!
Rannsóknarsjóður Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) á Landspítala (LSH)
Sjóður til að efla rannsóknir á Barna- og unglingadeild á Landspítala (BUGL LSH)
Nýir styrkir