Hlaupastyrkur

Hlaupahópur

Samtals Safnað

54.000 kr.
23%

Markmið

240.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Við ætlum að hlaupa fyrir hönd litla bróðurs, mágs og besta vinar okkar - til styrktar Einstakra barna.

Félag sem gerir börnum og unglingum með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni kleift að eiga félagslíf og njóta tilverunnar á hátt sem annars væri eflaust ekki hægt.

Adam Árni er ellefu ára og það sem hrjáir hann helst er litningagalli og flogaveiki. Hann hefur þurft að sigrast á mörgu, en alltaf stendur hann sterkur gegn þeim áskorunum sem lífið leggur fyrir hann. Þrátt fyrir veikindin hefur Adam náð að þróa með sér ótrúlega seiglu og jákvætt viðhorf til lífsins. Hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar og vina, sem hjálpa honum að takast á við daglegar áskoranir. Adam nýtur þess að læra og leika sér, og sýnir mikinn áhuga á að kanna heiminn í kringum sig.

Hann er fyrirmynd fyrir aðra, þar sem hann lætur ekki erfiðleikana stöðva sig og heldur áfram fullum krafti❤️

Einstök börn Stuðningsfélag barna og unglinga með sjaldgæfar greiningar

Einstök börn er stuðningsfélag barna með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma. Félagið var stofnað þann 13. mars 1997 af foreldrum 13 barna, sem áttu ekki heima í neinum öðrum starfandi félagasamtökum. í dag veitir félagið mikla þjónustu og bíður upp á fræðslur og hópastarf fyrir börn,foreldra og aðra í fjölskyldunni. Það teljast í dag um hátt í 800 fjölskyldur í félaginu, og sumar fjölskyldur eru með fleiri en eitt langveikt barn. Það eru yfir 500 ólíkir sjúkdómar á skrá í félaginu, sem eiga það sameiginlegt að vera langvinnir og hafa varanleg áhrif á lífslíkur barnanna, og lífsgæði barnanna og fjölskyldna þeirra. Í erfiðustu tilfellunum er það vitað með vissu að börnin munu ekki lifa fram á fullorðinsár. Rekstur félagsins er þungur þar sem fjölgun hefur verið mikil, þörf á þjónustu og úrræðum stór aukist og mikil orka fer í að aðstoða foreldra við að leita að aðstoð og finna úrræði sem henta börnum þeirra þar sem kerfið er flókið.

Hlauparar í hópnum

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupahóps

Amma Stína
Upphæð5.000 kr.
Áfram Guðbjörg og Stefán!
Freyja
Upphæð8.000 kr.
fyrir elsku Adam Árna, þið eruð geggjuð💗
Hugrún
Upphæð3.000 kr.
Gangi ykkur sem allra best!
Kristín Björnsdóttir
Upphæð2.000 kr.
Gangi ykkur sem allra best.
Tóta frænka <3
Upphæð5.000 kr.
¡Venga, vámonos!
Hafdís Gígja
Upphæð2.000 kr.
Áfram þið 💖💖
Birgitta
Upphæð3.000 kr.
Áfram þú ❤️❤️
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Ranna og Binni
Upphæð5.000 kr.
Gangi ykkur vel
Upphæð3.000 kr.
Engin skilaboð
Upphæð2.000 kr.
Engin skilaboð
Sævar Örn
Upphæð5.000 kr.
💪
Bibi
Upphæð2.000 kr.
Duglegu þið
Davíð
Upphæð2.000 kr.
Yndislegur
Katla
Upphæð5.000 kr.
❤️

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade