Hlaupahópur
Rolling Stoned
Hleypur fyrir Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í ár ætlum við Ragnar og Styrmir í hlaupahópnum Rolling Stoned að hlaupa (og rúlla) fyrir Sjálfsbjörg.
Allur stuðningur við Sjálfsbjörg rennur til kaupa á lyftustól í sundlaug Sjálfsbjargar í Hátúni.
Við setjum markið hátt og þurfum því stuðning ykkar til þess að ná þessu markmiði okkar um HUNDRAÐ-ÞÚSUND KRÓNUR (Dream big, because dreams do happen).
Hlaupahópurinn Rolling Stoned er einnig opinn öllum, lofum lygilegra góðri stemningu, Ragnar er sexy og Styrmir blaztar boomboxinu.
Tökum lauflétta 10 km á fljótandi góðum hraða.
To get political:
Mikilvægt að benda á nemafotlud.is
Hérna er ályktun Sjálfsbjargar: https://www.sjalfsbjorg.is/starfsemin/fr%C3%A9ttir/hjalpartaekjalog/
Takið þátt í að vekja athygli á þessu og skora á stjórnvöld og Sjúkratryggingar Íslands að tryggja hreyfihömluðum viðeigandi hjálpartæki til allra frístunda og íþrótta sem þeir vilja stunda.
Þú getur það, af hverju ekki ég?
Hjálpartæki til þess að stunda íþróttir eru lygilega dýr og stoppa hreyfihamlað fólk til þess að sækja sér hreyfingu og þar með aukin lífsgæði.
Breytum þessu.
Linkur á hlaupaplaylistann: Rolling & Running Stoned
https://open.spotify.com/playlist/1wTOfctyCgRwZaFmP7uqtC?si=G7zwv-ahSSeV5rsq_fREFw&pi=e-ZNDr5luCQTew&pt=7d3cbb9c44114e85da4e99db1d9cd8bf
Lets go lads!
XOXO
- Ragnar og Styrmir
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
Hlutverk Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðra félagsmanna sinna og eftir atvikum annarra fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins, þá sérstaklega með því að tryggja aðgengi að umhverfi, menntun, atvinnu og upplýsingum.
Nýir styrkir