Hlauparar
Anna Halldórsdóttir
Hleypur fyrir Gleym-mér-ei styrktarfélag og er liðsmaður í Hlaupahópur Heiðdísar Emblu
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp í minningu Heiðdísar Emblu, litlu ömmustelpunnar minnar, sem fæddist andvana þann 28. febrúar 2024 eftir 35 vikna meðgöngu.
Fyrir tilstilli Gleym-mér-ei styrktarfélags gátu ungu foreldrarnir, dóttir mín og tengdasonur, og þeirra nánasta fjölskylda og vinir skapað ómetanlegar og dýrmætar minningar með Heiðdísi Emblu. Kælivaggan gerði það að verkum að við gátum haft englastelpuna okkar hjá okkur aðeins lengur, fallegur minningarkassinn með alls kyns hlutum og fræðsluefni, mjúkt teppi til að búa um hana og síðast en ekki síst að vekja athygli málstaðnum og viðurkenningu á sorginni sem áfallinu fylgir að missa barn á meðgöngu.
👣🤍 Litlir fætur marka djúp spor 🤍👣
Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Nýir styrkir