Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Markmið sem mig hefur lengi langað að gera, er að taka þátt í 10km í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka. Ég ætla að safna áheitum fyrir Neistann styrktarfélag hjartveikra barna.
Árið 2017 gekk ég í gegnum mikil veikindi, gallsteina, nýrnarsteina og hjartablock og fékk þar að leiðandi fékk ég gangráð (pacemaker). Ég er ekki eins hraust og ég var en þarf að passa uppá mig líkamlega og andlega.
Neistinn styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla á margvíslegan hátt - félagslega, efnahagslega og tilfinningalega.
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna
Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.
Nýir styrkir