Hlauparar
Telma Þrastardóttir
Hleypur fyrir Alzheimersamtökin og er liðsmaður í Í minningu Sigurbergs Sigsteinssonar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Við endurtökum leikinn frá því í fyrra! Hlaupum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og söfnum áheitum fyrir Alzheimersamtökin 💜
Málefnið stendur okkur nærri því elsku föðurbróðir minn, Sigurbergur Sigsteinsson, greindist með með Alzheimersjúkdóminn 65 ára og lést 6 árum síðar. Við viljum halda á lofti sögunni hans Sigurbergs og undirstrika mikilvægi þess að halda umræðunni opinni um tengsl höfuðáverka í snertiíþróttum og heilabilunar, hvort sem um er að ræða heilahristing eða mörg væg höfuðhögg. Sigurbergur var fyrrum íþróttakennari, þjálfari og landliðsmaður bæði í handbolta og fótbolta. Á ferli sínum tók hann all nokkra skallabolta og bar nafn með rentu þegar kallaður Gullskalli. Það er ekki vitað með vissu hvort það var orsökin hjá Sigurbergi en rannsóknir hafa bent til þess að sterk tengsl séu á milli höfuðáverka í snertiíþróttum og heilabilunar.
Við höldum því einnig til haga og höfum með í umræðunni að síðan Sigurbergur var leikmaður hafa breytingar orðið. Boltinn sjálfur er léttari, minna er um langar sendingar og markmenn kasta frekar út bolta eða sparka stutt. KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands hefur einnig lagt áherslu á fræðslu um þessi mál á sínum námskeiðum. Sum félög hafa svo tekið út skallaæfingar hjá ungum iðkendum.
Sigurbergur var mikill hlaupari eins og gefur að skilja með þennan íþróttaferil svo það er mjög við hæfi að reima á okkur hlaupaskóna og minnast hans með þessum hætti í þágu Alzheimersamtakanna. Starf samtakanna er gríðarlega mikilvægt en hlaupið er ein stærsta einstaka tekjulind þeirra.
Hér gildir svo sannarlega að margt smátt gerir eitt stórt en til að hjálpa okkur að styðja Alzheimersamtökin er hægt að heita á hópinn hér.
💜 Munum þá sem gleyma 💜
#Sigurbergsfólk
Alzheimersamtökin
Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...
Nýir styrkir