Hlaupastyrkur

Hlaupahópur

Í minningu Sigurbergs Sigsteinssonar

Hleypur fyrir Alzheimersamtökin

Samtals Safnað

23.556 kr.
Hópur (5.000 kr.) og hlauparar (18.556 kr.)
12%

Markmið

200.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Hlaupahópur stofnaður af fjölskyldu Sigurbergs Sigsteinssonar, fyrrum íþróttakennara, þjálfara og landliðsmanni í handbolta og fótbolta. Í minningu Sigurbergs okkar reimum við á okkur hlaupaskóna, hlaupum í Reykjavíkurmaraþoninu og söfnum áheitum fyrir Alzheimersamtökin en Sigurbergur glímdi við Alzheimersjúkdóminn síðustu árin sín.

Þörf er á frekari rannsóknum á orsökum heilabilunar en við viljum halda á lofti sögunni hans elsku Sigurbergs og umræðunni um tengsl á milli höfuðáverka í snertiíþróttum og heilabilunar. Hvort sem um er að ræða heilahristing eða mörg væg höfuðhögg. Sigurbergur okkar tók all nokkra skallaboltana og bar nafn með rentu þegar kallaður Gullskallinn. Hvort sem það var orsökin hjá elsku Sigurbergi er ekki vitað með vissu en nýlegar rannsóknir hafa rennt stoðum undir þessi tengsl (1, 2). Leikurinn hefur sem betur fer breyst þannig að markmenn kasta frekar út bolta eða sparka stutt til næst leikmanns en við viljum undirstrika mikilvægi þess að halda þessari umræðu opinni um tengsl höfuðáverka í snertiíþróttum og heilabilunar.

Öll velkomin í hópinn sem vilja taka þátt og hlaupa í minningu Sigurbergs og/eða safna áheitum fyrir Alzheimersamtökin og þeirra mikilvæga starf 💜

#Sigurbergsfólk

1. Ueda P, Pasternak B, Lim CE, et al. Neurodegenerative disease among male elite football (soccer) players in Sweden: a cohort study. Lancet Public Health 2023;8:e256-e65.

2. Mackay DF, Russell ER, Stewart K, MacLean JA, Pell JP, Stewart W. Neurodegenerative Disease Mortality among Former Professional Soccer Players. N Engl J Med 2019;381:1801-8.

Alzheimersamtökin

Munum leiðina.... Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst. Munum leiðina...

Hlauparar í hópnum

Runner
10 K

Telma Þrastardóttir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
Alzheimersamtökin
100% af markmiði
Runner
Fun Run

Helga Harðardóttir

Hefur safnað 1.000 kr. fyrir
Alzheimersamtökin
100% af markmiði
Runner
10 K

Páll Jónsson

Hefur safnað 16.556 kr. fyrir
Alzheimersamtökin
7.9% af markmiði

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupahóps

Óskar Ágústsson
Upphæð5.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Kynnisferðir / Reykjavik Excursions
  • Gatorade