Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 K

Ásdís Arna Styrmisdóttir

Hleypur fyrir Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

Samtals Safnað

5.000 kr.
Söfnuninni er lokið,
takk fyrir stuðninginn!

Ég ætla að hlaupa fyrir Neistann  í Reykjavíkurmaraþoninu í nafni systur sinnar Kamillu Eir sem lést 6 maí 2021. Kamilla litla systir mín var bæði með efnaskiptasjúkdóm og hjartabilun sem litli kroppurinn hennar réði ekki við.

Neistinn snertir mig og mína fjölskyldu afar mikið, við systkinin fjögur fæddumst öll með mismunandi hjartadjúkdóma. Einnig fæddist frænka mín með alvarlegan hjartagalla sem mun hrjà hana alla ævi.

Starf Neistans hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið í gegnum okkar ævi og mig langar til að gefa þessum mikilvæga málstað tilbaka með áheitasöfnun.

Kamilla þú lifir í hjörtum okkar að eilífu elsku systir💜

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna

Markmið Neistans er m.a. að auðvelda aðgengi foreldra að upplýsingum sem snúa að hjartagöllum og hjartasjúkdómum barna og um meðferð þeirra. Þá sinnir Neistinn réttindum fjölskyldunnar og tilfinningalegum þörfum hennar, t.d. á upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Neistinn heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði Neistans, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

AMMA LÚLLA
Upphæð1.000 kr.
Gangi þér vel elsku Ásdís mín
Sigga frænka
Upphæð1.000 kr.
Gangi þér vel elsku Ásdís skvísa
Thelma, Aníta og Sara
Upphæð2.000 kr.
Áfram Ásdís Arna <3
Amma og afi
Upphæð1.000 kr.
Gangi þér vel elsku Ásdís Arna okkar

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade