Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég heiti Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir og er fjórða árs sérnámslæknir í Fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og hleyp í ár fyrir Líf styrktarfélag. Ég er hluti af hlaupahópnum Gýnurnar sem er hópur fimm sérnámslækna í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum.
Ég hleyp í ár fyrir Líf styrktarfélag sem er ómissandi fyrir starfsemi Kvennadeildar Landspítala. Í ár er markmið styrkarfélagsins að safna fyrir nýjum fósturhjartsláttarmælum á Kvennadeildina.
Ég stefni að því að hlaupa 10km og hafa gaman af en væri frábært að ná að safna nokkrum krónum fyrir Líf styrktarfélag í leiðinni.
Líf styrktarfélag
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.
Nýir styrkir