Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Árið sem mamma varð fimmtug (2014) hljóp hún 10 km í Reykjavíkur maraþoninu og styrkti í leiðinni Nýrnafélagið. Nýrnafélagið stendur okkur nærri, en bróðir minn er með arfgengan nýrnasjúkdóm og fékk í upphafi þessa árs gefið nýra frá pabba. Eftir erfiða tíma og bráðahöfnun er það nýra starfhæft og heldur honum frá blóðskilun en hann þarf engu að síður að fá annað nýra og er á lista fyrir nýra úr látnum einstaklingi.
Elsku mamma, sem lést árið 2020 eftir baráttu við krabbamein, hefði svo orðið 60 ára 5. maí 2024. Á þeim degi kviknaði sú hugmynd að ég myndi hlaupa 10 km í Reykjavíkur maraþoninu (í fyrsta skipti) í hennar minningu og styrkja í leiðinni Nýrnafélagið, sem stóð henni nærri.
Þetta er mikil áskorun fyrir mig enda ekki stundað mikla hreyfingu undanfarin ár. Það væri því frábært að fá hvatningu í formi áheita fyrir Nýrnafélagið og minnast í leið elsku mömmu.
Nýrnafélagið
Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun. Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni. Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim. Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir. Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju. Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og hjá næringarfræðingi gjaldfrjálst til allra sinna félaga.
Nýir styrkir