Hlauparar
Jón Rafn Hjálmarsson
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er liðsmaður í Föruneyti Hlynsins
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við hlaupum fyrir Kraft og Hlynsa okkar sem hefur verið í baráttu við bráðahvítblæði í 6 ár.
Hlynur greindist fyrst árið 2018, þá 25 ára gamall og hefur þurft á þeim tíma að ganga í gegnum ótrúlegan ólgusjó. Hann hefur endurgreinst, legið á gjörgæslu, þurft að fara í beinmergsskipti (stofnfrumuskipti) í Svíþjóð tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum og hefur þurft að einangra sig vegna sýkingahættu lengur en flest okkar hefðu þolað.
Hlynur fékk ekki merg frá gjöfum sem pössuðu fullkomlega þar sem enginn var á skrá fyrir hann sem passaði alveg. Með því að hlaupa saman viljum við hvetja sem flesta til að skoða þann möguleika að skrá sig sem gjafi hjá Blóðbankanum ásamt því að styrkja Kraft. Í gegnum allan þennan tíma hefur Kraftur staðið þétt við bakið á honum og okkur aðstandendum. Nú viljum við gefa aðeins til baka og vonum að sem flestir vilji taka þátt í því fyrir hönd Hlynsa okkar mesta og besta!
Áfram Kraftur og áfram ALLTAF HLYNSI !
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir