Hlauparar
Birna Jódís Magnúsdóttir
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna og er liðsmaður í Ronja rokkar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í apríl greindist 6 ára dóttir mín, Ronja Mardís, með krabbamein. Það fá engin orð því lýst hvað maður er týndur þegar maður lendir í slíku.
Ég hef sjálf styrkt SKB í nokkur ár, en aldrei hefði mig grunað að ég myndi þurfa á þeirra hjálp að halda einn daginn.
Það er algjörlega nauðsynlegt að félag sem þetta sé til og geti gripið fólk í þessum aðstæðum.
Fólkið á bakvið SKB eru aðstandendur barna sem hafa greinst með krabbamein og það er ómetanlegt að geta fengið stuðning frá fólki sem þekkir þessar aðstæður á eigin skinni.
Ég ætla að hlaupa fyrir SKB, því félagið er ómissandi.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir