Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég vil styrkja skemmtilegasta íþróttafélag í heimi, Öspin er íþróttafélag fyrir alla og tekur fólki eins og mér opnum örmum. Þar fæ ég að vera ég sjálf, á mínum forsendum, í góðum félagsskap. Á fullt af vinum í Öspinni og þar líður mér vel.
Þjálfararnir og iðkendurnir eru bara bestir, það gefur mér svo mikið að geta æft íþróttir og haft félagsskap, fá hreyfingu og hvatningu við hæfi. Stundum þarf að aðlaga æfinguna að mér og oft þarf ég stuðning og hjálp til að ég geti stundað mínar íþróttir en ég æfi sund, keilu og fótbolta með Öspinni. Var líka að æfa frjálsar en er í smá pásu þar. Það má nefnilega líka.
Íþróttafélagið Ösp
Í tilefni Ólympíumóts fatlaðra í París sem hefjast 28.ágúst næstkomandi ætla sendiráð Frakklands og Íþróttafélagið Ösp að safna áheitum fyrir Öspina. Íþróttafélagið Ösp er íþróttafélag án aðgreiningar en sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með sérþarfir. Hjá okkur eru allir velkomnir. Allir geta tekið þátt í íþróttum á einhvern hátt. Enginn getur allt en allir geta eitthvað,
Nýir styrkir