Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við Hildur Karen dóttir mín ætlum að hlaupa hálft maraþon í minningu litla frænda okkar sem hefði orðið þriggja ára í mars á þessu ári. Bjartur frændi okkar fæddist á björtum og fallegum vetrardegi í byrjun mars 2021 en dó daginn áður. Við hlaupum því til styrktar Gleym mér ei sem er styrktarfélag sem styður foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þegar svona áföll dynja á eiga margir um sárt að binda. Það er afar mikilvægt fyrir alla að skynja að vel er haldið utan um þá sem eru í djúpri sorg því það er ekki bara missirin og sorgin sem þarf að vinna úr. Við viljum líka skora á fólk að kynna sér starfsemi Gleym mér ei á heimasíðunni https://gme.is/.
Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Nýir styrkir