Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla að hlaupa maraþon til styrktar Brakkasamtakana.
Brakkasamtökin beindu mér í rétta átt á erfiðum tíma í lífi mínu þegar móðir mín greinist með krabbamein, þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir og ég fæ staðfestingu að ég sé arfberi BRCA gensins.
Markmið mitt var að klára maraþon fyrir þrítugt en þar sem ég greinist sem arfberi ákvað ég að áskorun mín þess í stað væri að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám.
Fyrir ári síðan kláraði ég þriðju aðgerðina á innan við ári og setti mér markmið að hluti af endurhæfingunni minni væri að koma mér í stand fyrir maraþon og í leiðinni gefa af mér fyrir þessi frábæru samtök sem standa nærri mér og mínum.
Brakkasamtökin
Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi. Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
Nýir styrkir